Lýðskólanám byggir á forsendum hvers og eins til náms fremur en á prófum eða einkunnum. Skapaðar eru aðstæður og umgjörð þar sem ábyrgðin á náminu er nemandans en megináherslan sú að uppgötva og styrkja þá hæfileika sem hver og einn býr yfir.
Námstími er alla jafna eitt skólaár en einnig mögulegt að ljúka einni önn að hausti eða vori.