NÁM

Lögreglunám

Lögreglufræði er starfstengt nám á háskólastigi. Í náminu er fjallað um viðfangsefni löggæslu í víðu samhengi með það að markmiði að veita nemendum undirstöðufærni í að fyrirbyggja og upplýsa um brot á lögum og tryggja almennt öryggi.

Kennsla

Nám í lögreglufræði er kennt við Háskólann á Akureyri.

Kröfur

Umsækjendur þurfa að (sjá nánar):

  • vera íslenskir ríkisborgarar, 20 ára eða eldri
  • hafa ekki gerst brotlegir við refsilög
  • vera andlega og líkamlega heilbrigðir
  • hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun

Námið er lánshæft hjá Menntasjóði námsmanna. Eins veita fag- og stéttarfélög oft styrki til náms, fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Nám fyrir verðandi lögregluþjóna er 120 eininga, tveggja ára diplómanám. Einnig er hægt að ljúka 180 eininga BA námi auk náms fyrir starfandi lögregluþjóna.

Áhersla er á sveigjanlegt nám, staðarnám og fjarnám. Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu annast starfsnám nema í lögreglufræði í samstarfi við Háskólann á Akureyri.

Að loknu námi

Nám í lögreglufræðum undirbýr nemendur til starfa við löggæslustörf en gefur einnig kost á ýmis konar sérhæfingu, svo sem sérsveitarstörf, stjórnun lögregluembætta eða alþjóðlegt hjálpar- og þróunarstarf.

Störf
Lögreglumaður
Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Náms- og starfsráðgjöf