Lögfræði er nám á háskólastigi. Í náminu er fjallað um undirstöðuatriði lögfræðinnar, lagaframkvæmd, framsetningu lögfræðilegra viðfangsefna og fræðileg álitamál.

Til að öðlast starfsheitið lögfræðingur þarf að ljúka meistaranámi.

  • Grunnnámi lýkur með BA/BS gráðu – námstími er þrjú ár.
  • Meistaranám til fullnaðarprófs tekur tvö ár.
Kennsla

Lögfræði er kennd við fjóra íslenska háskóla:

 

 

 

 

Kröfur

Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða sambærilegt nám.

Námið er lánshæft til framfærslu og skólagjalda hjá Menntasjóði námsmanna. Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Áherslumunur getur verið á námsskipulagi í lögfræði á milli skólanna og best að kynna sér það á heimasvæðum brautanna.

Að loknu námi

Að loknu meistaraprófi má titla sig lögfræðing og sækja um lögmannsréttindi til að verja mál fyrir dómstólum.

Störf
Lögfræðingur
Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Náms- og starfsráðgjöf