NÁM

Listfræði

Listfræði er nám á háskólastigi og fjallar um hin fjölbreytilegustu form myndlistar auk byggingarlistar, hönnunar og sjónmenningar í víðu samhengi.

Í náminu er lögð áhersla á þjálfun í myndlæsi og sögu myndlistar eða því að skilja, greina og túlka myndlistarverk og sjónrænt efni frá ólíkum tímum og stöðum.

Fjallað er um íslenska myndlistarsögu, helstu hugtök og listsöguskoðanir út frá ýmsum sjónarhornum.

  • Grunnnámi lýkur með BA – gráðu
  • Námstími er þrjú ár

Námsvalshjól Háskóla Íslands

Kennsla

Nám í listfræði hefur verið kennt innan Íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands í samvinnu við Myndlistardeild Listaháskóla Íslands, hvort tveggja til BA – prófs og meistaragráðu.

Kröfur

Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða sambærilegt próf.

Námið er lánshæft til framfærslu og skólagjalda hjá Menntasjóði námsmanna. Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Námið skiptist í tvo meginþætti; fagurfræði listaverks annars vegar en hins vegar hina ytri umgjörð á borð við skilyrði listar og listamanns eða tengsl sköpunarverksins við vísindi, stjórnmál og hugmyndakerfi.

Kennslan fer bæði fram í húsnæði Háskóla Íslands og Myndlistardeildar Listaháskólans; í  HÍ er kennd aðferðafræði og listasaga en við LHÍ alþjóðleg samtímalistasaga og námskeið með tengsl við hinn skapandi listheim.

Að loknu námi

Að loknu námi er gjarnan sótt í störf innan myndlistarheimsins svo sem í tengslum við söfn, sýningarsali og menningarstofnanir en einnig menningarumfjöllun í fjölmiðlum, listasögukennslu og myndlistarrannsóknir.

Flest sem titla sig listfræðinga hafa lokið a.m.k. meistaraprófi í greininni.

Störf
Listfræðingur
Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Náms- og starfsráðgjöf