Listfræði er nám á háskólastigi og fjallar um hin fjölbreytilegustu form myndlistar auk byggingarlistar, hönnunar og sjónmenningar í víðu samhengi.
Í náminu er lögð áhersla á þjálfun í myndlæsi og sögu myndlistar eða því að skilja, greina og túlka myndlistarverk og sjónrænt efni frá ólíkum tímum og stöðum.
Fjallað er um íslenska myndlistarsögu, helstu hugtök og listsöguskoðanir út frá ýmsum sjónarhornum.
- Grunnnámi lýkur með BA – gráðu
- Námstími er þrjú ár