Leiðsögunám er sérhæft starfsnám á háskólastigi. Í náminu felst meðal annars að búa nemendur undir almenn leiðsögustörf með ferðamenn. Farið er í náttúru, sögu og sérkenni Íslands ásamt því að taka sérstaklega fyrir ákveðna tegund leiðsagnar. Námstími er eitt ár.

Kennsla

Leiðsögunám hefur verið kennt við Leiðsöguskólann í Menntaskólanum í KópavogiEndurmenntunardeild Háskóla Íslands og Símenntunardeild Háskólans á Akureyri.

Þá hefur Fjallamennskubraut verið í boði hjá Fjarmenntaskólanum.

Kröfur

Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða sambærilegt nám ásamt því að vera 21 árs og hafa gott vald á einu erlendu tungumáli og íslensku. Til að leiðsegja erlendum ferðamönnum fara umsækjendur í munnlegt inntökupróf í tungumáli að eigin vali.

Námið er lánshæft til framfærslu- og skólagjalda hjá Menntasjóði námsmanna. Fag- og stéttarfélög veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Námið skiptist í kjarnagreinar, greinar sérsviðs og val ásamt því sem farið er í vettvangsferðir. Námið er tvær eða þrjár annir eftir því hvar það er kennt.

Að loknu námi

Lokapróf í leiðsagnarnámi hjá Leiðsöguskóla Menntaskólans í Kópavogi, Endurmenntunardeild HÍ og Símenntunardeild HA veita fagaðild að Félagi leiðsögumanna.

Störf
Leiðsögumaður
Jöklaleiðsögn
Gönguleiðsögn
Jeppaleiðsögn
Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Náms- og starfsráðgjöf