NÁM

Kvikmyndatækni

Námi í kvikmyndatækni og kvikmyndagerð á framhaldsskólastigi er ætlað að búa nemendur undir fjölbreytt störf í heimi kvikmynda. Fjallað er um hugmynda- og handritsgerð auk allra þátta kvikmyndagerðar; undirbúning, sviðshönnun, lýsingu, tökur, hljóð- og eftirvinnslu bíómynda og sjónvarpsefnis.


Námstími er tvö ár en einnig hægt að ljúka viðbótarnámi til stúdentsprófs.

Kennsla

Kvikmyndatækni er í boði í Tækniskólanum og kvikmyndagerð eitt kjörsviða á listnámsbraut Borgarholtsskóla. Sjá einnig námsframboð Kvikmyndaskóla Íslands en þar þarf alla jafna að hafa lokið stúdentsprófi.

Kröfur

Umsækjendur þurfa að hafa lokið skyldunámi í samræmi við Aðalnámskrá grunnskóla en best að kanna nánari aðgangskröfur á heimasíðum skólanna þar sem námið er í boði.

Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Nám í kvikmyndatækni samanstendur af almennum bóknámsgreinum og sérhæfðari áföngum þar sem verklegur hluti námsins getur farið fram í samvinnu við atvinnulífið; starfandi framleiðslufyrirtæki og/eða fagfólk á sviðinu.

Mikið er lagt upp úr hópvinnu enda mikilvægt að búa yfir víðtækri þekkingu, ekki bara á einu sérsviði heldur á sem flestum þáttum kvikmyndagerðar.

Að loknu námi

Námið getur verið góður undirbúningur fyrir frekara nám í kvikmyndagerð eða skyldum greinum á borð við fjölmiðlafræði og grafíska hönnun, ásamt þátttöku í starfstengdum verkefnum.

Störf
Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Náms- og starfsráðgjöf