NÁM

Íslenska sem annað mál

Íslenska sem annað mál er námsleið á háskólastigi fyrir þau sem vilja öðlast fræðilega og/eða hagnýta þekkingu á íslensku.

Fjölmörg önnur námskeið og námsleiðir eru einnig í boði fyrir fólk sem flyst til landsins, til lengri eða skemmri tíma. Á vegum símenntunarmiðstöðva er yfirleitt um að ræða getuskipt námskeið en greinargott yfirlit má finna á vefsíðum þeirra sem og Fjölmenningarseturs.

Kennsla

Íslenska sem annað mál er námsleið til BA – gráðu við Háskóla Íslands en þar er einnig í boði hagnýtt diplómunám, fyrir þau sem vilja auka færni í íslensku til að geta tekist á við nám eða störf í íslensku samfélagi.

Upplýsingar um aðrar námsleiðir í íslensku fyrir útlendinga er að finna á heimasíðum símenntunarmiðstöðva um land allt sem og á vef Fjölmenningarseturs.

Kröfur

Á háskólastigi þarf að hafa próf sem samsvarar íslensku stúdentsprófi auk þess að sýna fram á enskukunnáttu og standast lágmarkskröfur á rafrænu prófi. Þau sem ekki standast það próf geta sótt diplóma nám í íslensku sem annað mál – sjá nánar.

Almenn íslenskunámskeið fyrir fólk af erlendum uppruna eru hins vegar alla jafna opin öllum. Sjá einnig orðaforðalausn Háskóla Íslands – IceFlash 4K.

Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Íslenska sem annað mál er í boði sem aðalgrein til BA – prófs eða sem aukagrein í eitt ár. Kennsla fer fram í fyrirlestrum, smærri hópum og umræðutímum.

Að loknu námi

Nám í íslensku sem öðru máli eykur möguleika á virkri þátttöku í íslensku samfélagi og atvinnulífi. BA – námið er bæði hagnýtt og almennt fræðilegt nám um íslenska tungu, bókmenntir og sögu Íslands.

Störf
Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Náms- og starfsráðgjöf