NÁM

IB nám / IB studies

IB nám er á framhaldsskólastigi, kennt á ensku og lýkur með samræmdum prófum sem viðurkennd eru af háskólum víða um heim. Um er að ræða tveggja ára námsbraut sem aðallega er ætluð 16-19 ára nemendum en einnig er í boði fornámsár fyrir þau sem koma beint úr grunnskóla. Það fer einnig fram á ensku.


Í IB námi eru ýmist Íslendingar sem búsettir hafa verið erlendis, útlenskir nemar með dvalarleyfi á Íslandi eða nemendur sem koma beint úr grunnskóla en stefna að námi eða starfi á alþjóðlegum vettvangi.

Kennsla

IB nám er í boði í Menntaskólanum við Hamrahlíð en skólinn hefur verið meðlimur í „International Baccalaureate Organization“ frá árinu 1997. Lokapróf koma frá IBO en þeim er stýrt og þau yfirfarin af alþjóðlegum prófdómurum.

Kröfur

Almennt er tekið inn í námið að hausti en sótt er um í skólanum og á Menntagátt í maí/júní. Nemendur sem eru að ljúka 10. bekk sækja um á undirbúningsári en eldri nemendur, sem lokið hafa einu ári í framhaldsskóla og uppfylla einkunnaskilyrði, fara beint á IB brautina. Nokkrir nemendur eru einnig teknir inn á undirbúningsár um jól.

Nánar um inntökuskilyrði og framvindureglur.

Námsskipulag

IB námið skiptist í undirbúningsár annars vegar og formlega tveggja ára IB braut hins vegar. Hver nemandi velur sex hefðbundnar akademískar námsgreinar en auk þess stunda allir nemendur nám í þekkingarfræði, vinna í skapandi störfum, líkamsrækt og samfélagsþjónustu á eigin forsendum, og skrifa stóra rannsóknarritgerð í grein að eigin vali.

Ítarlegar upplýsingar um námið er að finna á vefsíðu brautarinnar.

Að loknu námi

Náminu lýkur með IB diplómu sem veitir sömu réttindi til framhaldsnáms og íslenskt stúdentspróf.

Störf
Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Náms- og starfsráðgjöf