IB nám er á framhaldsskólastigi, kennt á ensku og lýkur með samræmdum prófum sem viðurkennd eru af háskólum víða um heim. Um er að ræða tveggja ára námsbraut sem aðallega er ætluð 16-19 ára nemendum en einnig er í boði fornámsár fyrir þau sem koma beint úr grunnskóla. Það fer einnig fram á ensku.
Í IB námi eru ýmist Íslendingar sem búsettir hafa verið erlendis, útlenskir nemar með dvalarleyfi á Íslandi eða nemendur sem koma beint úr grunnskóla en stefna að námi eða starfi á alþjóðlegum vettvangi.