Nám á hestabraut er starfstengt nám á framhaldsskólastigi. Í því er farið í grunnþætti hestamennsku og eru nemendur undirbúnir fyrir hvers konar hestatengda starfsemi, svo sem á hestabúgörðum, við hestatengda ferðaþjónustu eða hjá öðrum sambærilegum fyrirtækjum. Eftir námið eiga nemendur að geta sinnt helstu verkþáttum í hirðingu hesta og aðstoðað við þjálfun þeirra. Einnig aðstoðað viðskiptavini í hestaferðum hjá hestatengdum ferðaþjónustufyrirtækjum.
Raunfærnimat hefur farið fram í greininni þar sem færni af vinnumarkaði er metin.
Meðalnámstími er um þrjú ár að meðtalinni 12 vikna starfsþjálfun.