NÁM

Heilbrigðisgagnafræði

Haustið 2019 breyttist starfsheitið læknaritari í heilbrigðisgagnafræðing og er námið nú á háskólastigi. Heilbrigðisritun er fræðilegt og starfstengt nám þar sem nemendur öðlast þekkingu á upplýsinga- og skjalastjórnun og þjálfast í meðhöndlun heilbrigðis- og persónuupplýsinga innan heilbrigðiskerfisins.

Heilbrigðisritun er löggild heilbrigðisgrein.

Kennsla

Nám í heilbrigðisgagnafræði er í boði við Háskóla Íslands.

Kröfur

Inntökuskilyrði eru stúdentspróf frá framhaldsskóla eða sambærilegt nám. Þó er heimilt að taka inn nemendur sem ekki uppfylla kröfu um stúdentspróf – sjá nánar.

Kannaðu hvort námið sé lánshæft til framfærslu og skólagjalda hjá Menntasjóði námsmanna. Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Heilbrigðisgagnafræði er 90 eininga fræðilegt og starfstengt nám sem veitir réttindi til að starfa sem heilbrigðisgagnafræðingur. Námið er skipulagt sem 60 eininga fræðilegt nám í hlutanámi í tvö ár og í framhaldi af því er 30 eininga starfsnám í 15 vikur og fer fram á heilbrigðisstofnunum.

Að loknu námi

Að námi loknu er hægt að sækja um leyfi landlæknis til starfa sem heilbrigðisgagnafræðingur.

Störf
Heilbrigðisgagnafræðingur
Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Náms- og starfsráðgjöf