NÁM

Háskólabrú Keilis

Háskólabrú Keilis er ætluð þeim sem stefna að háskólanámi en hafa ekki lokið stúdentsprófi. Þrenns konar námsfyrirkomulag í boði; fjarnám, staðnám og nám með vinnu.

Nám á Háskólabrú tekur um eitt ár.

Kennsla
Kröfur

Umsækjendur þurfa að hafa a.m.k 117 framhaldsskólaeiningar (samsvarandi 70 eldri einingum) að baki, þar af 10 feiningar í íslensku, ensku og stærðfræði. Nám á Háskólabrú er lánshæft hjá Menntasjóði námsmanna.

Námsskipulag

Um er að ræða tvær annir sé stefnt að námi á  félagsvísinda-, laga-, viðskipta/hagfræði eða hugvísindadeild en þrjár annir fyrir þá nemendur sem ætla sér að stunda nám í verk- og raunvísindadeild.

Hægt er að hafa samband við náms- og starfsráðgjafa sé óskað eftir aðstoð við val á námsleið.

Að loknu námi

Samhliða námi á Háskólabrú gæti verið skynsamlegt að leita til náms- og starfsráðgjafa í sambandi við möguleika á frekara námi.

Störf
Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Náms- og starfsráðgjöf