Gull- og silfursmíði er starfstengt nám á framhaldsskólastigi. Í því felst meðal annars að auka þekkingu og færni við gerð skartgripa, listmuna og nytjahluta úr gulli, silfri og öðrum málmum. Nemendur þurfa að þekkja vel efni sem unnið er með og kunna skil á tækni og vinnuaðferðum. Eins að geta komið vöru sinni á framfæri og í sölu.
Gull- og silfursmíði er löggilt iðngrein. Meðalnámstími er fjögur ár, samtals fimm annir í skóla og starfsþjálfun þar sem fylgt er rafrænni ferilbók sem heldur utan um framvindu vinnustaðanámsins.