Guðfræði er grunnnám á háskólastigi og nám til embættisprófs framhaldsnám á háskólastigi. Meginmarkmið námsins er að nemendur kunni skil á rannsóknaraðferðum innan greina guðfræðinnar og geti gert greinarmun á ýmsum skýringum á guðfræðilegum álitamálum. Meðal annars er farið í sögulega þróun kristindómsins, trúfræði, kirkjusögu og praktíska guðfræði.
Náminu lýkur með BA prófi og Mag.Theol embættisprófi. Námstími er fimm ár.