NÁM

Kennarafræði

Kennaranám til starfsréttinda er grunn- og framhaldsnám á háskólastigi. Meginmarkmið námsins er að nemendur öðlist skilning á hugtökum, kenningum og aðferðum í kennslu en sérhæfing og áherslur geta verið mismunandi eftir skólum og námssviðum.

Náminu lýkur með B.Ed. og M.Ed. prófi. Námstími til B.Ed prófs er þrjú ár og M.Ed. prófs tvö ár, samtals fimm ár.

Kröfur
  • Grunnnám: Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða sambærileg menntun.
  • Framhaldsnám: Umsækjendur skulu hafa lokið B.Ed. prófi í grunnskólakennarafræði/kennarafræði eða BA prófi í kennslugreinum grunnskóla.

Námið er lánshæft til framfærslu hjá Menntasjóði námsmanna.

Fag- og stéttarfélög veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Kennaranám er bæði fræðilegt og starfstengt. Námið hefur ýmist verið í boði í staðbundið og í dreifnámi en alla jafna skyldumæting í staðlotur og vettvangsnám.

  • Fræðileg námskeið eru öll árin
  • Lokaverkefni til B.Ed. prófs er unnið á þriðja ári en til M.Ed. prófs er lokaverkefni að jafnaði unnið á fimmta ári
  • Vettvangsnám fer fram samhliða

Fjölbreyttar námsleiðir eru í boði við skólana þrjá sem best er að kanna nánar á heimasíðum þeirra.

Að loknu námi

Að loknu námi og við brautskráningu er leyfisbréf til kennslu á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi, veitt.

Störf
Tónlistarkennari
Grunnskólakennari
Skólastjóri grunnskóla
Sérkennari
Aðstoðarskólastjóri
Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Náms- og starfsráðgjöf