Fornleifafræði er nám á háskólastigi. Í náminu er fjallað um rannsóknir á margskonar minjum sem varpað geta ljósi á samfélög fortíðar.

• Grunnnámi lýkur með BA – gráðu
• Námstími er þrjú ár

Námsvalshjól Háskóla Íslands

Kennsla

Nám í fornleifafræði er í boði við sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands, hvort tveggja þriggja ára grunnnám til BA – prófs sem og framhaldsnám.

Kröfur

Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða sambærilegt próf.

Námið er lánshæft til framfærslu og skólagjalda hjá Menntasjóði námsmanna. Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Nám í fornleifafræði er hvort tveggja fræðilegt og verklegt. Verkleg kennsla fer fram á vettvangi fornleifarannsókna og í kennslustundum, en bókleg í fyrirlestrum og málstofum.

Að loknu námi

Á Íslandi sinna fornleifafræðingar bæði vettvangsvinnu og innistörfum og er algengur starfsvettvangur tengdur söfnum, fornleifaleit, rannsóknum og menningartengdri ferðaþjónustu auk kennslu.

Hvar er hægt að læra fornfræði eða fornleifafræði? – Af Vísindavef H.Í.

Störf
Fornleifafræðingur
Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Náms- og starfsráðgjöf