Atvinnuflugmannsnám er starfstengt nám á framhaldsskólastigi. Í náminu felst meðal annars að nemendur öðlist færni og þekkingu á afkastagetu, áætlanagerð, flugveðurfræði, verklagsreglum, flugfræði og fjarskiptum tengdum flugi og loftförum. Eins að nemendur nái færni í sjónflugi og blindflugi.
Meðalnámstími bóklegs náms er eitt ár en verklegt getur verið breytilegt.