Fatahönnun er nám á háskólastigi. Í náminu er lögð áhersla á að nemendur tileinki sér hugmyndafræði hönnunar og skapandi greina auk þess að efla færni og þekkingu á handverki við fatahönnun. Farið er í sögu hönnunar, efnisgerð, teikningu, gerð mismunandi klæðnaðs og heildarferli fatahönnunar, frá hugmynd til framleiðslu.
Náminu lýkur með BA prófi. Námstími er þrjú ár.