NÁM

Bókaranám

Nám viðurkennds bókara tengist bókhaldi, launakerfum, reiknings- og skattskilum og notkun upplýsingatækni í slíkum verkefnum.

Kennsla

Nám til viðurkennds bókara er kennt hjá NTV og Promennt. Einnig hafa Endurmenntun HÍ og Opni háskóli HR boðið upp á námskeið og námsleiðir fyrir lokahlutann að gráðu til viðurkennds bókara.

Kröfur

Inntökuskilyrði í nám til viðurkennds bókara geta verið nokkuð mismunandi og best að kynna sér það á heimasvæði viðkomandi námsbrautar.

Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Áherslumunur er á skipulagi náms bókara milli þeirra fræðsluaðila sem bjóða upp á slíkt nám. Sjá nánar á heimasvæðum viðkomandi námsleiða; Nýi tölvu- og viðskiptaskólinn – Promennt – Endurmenntun Háskóla Íslands – Opni háskóli HR.

Að loknu námi

Til að öðlast gráðu sem „Viðurkenndur bókari“ þarf að þreyta próf sem haldin eru á haustin á vegum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis.

Störf
Bókari
Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Náms- og starfsráðgjöf