Bakaraiðn er nám á framhaldsskólastigi. Í náminu felst meðal annars að auka færni og þekkingu á vinnu bakara með vélar, tæki, hráefni, vinnsluaðferðir og hreinlæti. Möguleiki er að fá færni sem aflað er á vinnumarkaði metna.

Bakaraiðn er löggilt iðngrein. Meðalnámstími er fjögur ár að meðtalinni starfsþjálfun þar sem fylgt er rafrænni ferilbók sem heldur utan um framvindu vinnustaðanámsins.

Kennsla

Bakaraiðn er kennd í Menntaskólanum í Kópavogi.

Grunnnám matvæla- og veitingagreina hefur einnig verið kennt í Verkmenntaskólanum á Akureyri.

Kröfur

Umsækjendur þurfa að hafa lokið skyldunámi í samræmi við Aðalnámskrá grunnskóla, sjá nánar á heimasíðu skólans.

Nám í bakaraiðn hefur verið lánshæft hjá Menntasjóði námsmanna. Fag- og stéttarfélög veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Bakaraiðn skiptist í almennar bóklegar greinar, sérgreinar og starfsþjálfun. Fyrstu önnina er farið í grunnnám matvæla- og veitingagreina en síðan tekur við meiri sérhæfing. Nemandi gerir námssamning við meistara í faginu þar sem starfsþjálfunin fer fram.

Að loknu námi

Að námi og starfsþjálfun lokinni er möguleiki á að fara í sveinspróf sem veitir rétt til starfa í greininni ásamt inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs. Einnig er hægt að ljúka viðbótarnámi til stúdentsprófs.

Störf
Bakari
Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Náms- og starfsráðgjöf