Viska heldur námskeið í tölvu- og miðlalæsi fyrir 60 ára og eldri. Námskeiðin verða haldin um allt Suðurland og eru þátttakendum að kostnaðarlausu. Miðað er við notkun spjaldtölvur eða snjallsíma á námskeiðinu.
Lögð verður áhersla á verklega kennslu sem miðast við hvern og einn. Hvert námskeið er 8 klukkustundir en kennt er tvær klukkustundir í senn.