Skrifstofuskóli I

Skrifstofuskólinn er ætlaður fólki á vinnumarkaði sem er 18 ára eða eldra, hefur stutta formlega skólagöngu að baki, vinnur við almenn skrifstofustörf eða stefnir á að starfa á skrifstofu. Tilgangur Skrifstofuskólans er að auka hæfni til að takast á við almenn skrifstofustörf og stuðla að jákvæðu viðhorfi þeirra til áframhaldandi náms. Í náminu er lögð áhersla á að nemendur læri að læra, efli sjálfstraust sitt og starfsfærni. Námsaðferðir eru aðallega byggðar á hagnýtum viðfangsefnum sem auðvelt er að yfirfæra á almenn skrifstofustörf.

MSSlogoA

Sjá einnig

Náms- og starfsráðgjöf